Viðhaldsráðgjöf sérhæfir sig í að þjónusta húsélög sem eru á leiðinni í viðhaldsframkvæmdir og vantar óháðan aðila til að bera ábyrgð á að framkvæmdinni. Við sjáum um ástandsskoðun, byggjum upp kostnaðaráætlun, útboð til verktaka, umsjón og eftirlit með framkvæmd og fylgjum eftir verkinu frá upphafi til enda.
Í ástandsskoðun mætum við á staðinn og förum yfir fasteignina þína frá A-Ö. Þú færð nákvæmt yfirlit yfir ástand fasteignarinnar þinnar og tímalínu fyrir komandi viðhald.
Helstu kostir þess að kaupa ástandsskoðun frá Viðhaldsráðgjöf er óháð og faglegt mat á fasteigninni þinni. Við beitum yfir 30 ára reynslu í húsasmíði og viðhaldi fasteigna við að meta ástand eignarinnar. Okkar hagur er að viðskiptavinurinn fái yfirgripsmikla innsýn inn í núverandi ástand fasteignar og framkvæmdaráætlun sem hann ræður við.
Söluskoðun frá Viðhaldsráðgjöf svipar til ástandsskoðunar. Ef fyrirtækið þitt er með hugan við kaup á iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði, þá mælum við með söluskoðun á fasteigninni.
Við förum í saumana á fasteigninni og skilum af okkur skýrslu þar sem við förum yfir ástand fasteignarinnar.
Kostnaðaráætlun er framhald af ástandsskoðun. Við vitum hvað er að fasteigninnni og hvað þarf að gera, núna reiknum við kostnaðinn við verkið og hvaða efni skal nota.
Umsjón & eftirlit með nýbyggingum og viðhaldsverkefnum. Við vinnum sem óháður verkefnastjóri og fylgjum eftir að verktakar vinni sín verk rétt, á réttum tíma og að allir reikningar séu réttir.
Lokaúttekt á byggingarframkvæmd
Útboð er næsta stig á eftir kostnaðaráætlun. Við vitum hvað þarf að gera og hvað það kostar. Núna bjóðum við verkið út til verktaka og veljum réttu aðilana í verkið.
Við vinnum sem óháður verkefnastjóri og fylgjum eftir að verktakar vinni sín verk rétt, á réttum tíma og að allir reikningar séu réttir.
Við vinnum sem óháður byggingarstjóri og fylgjum eftir að verktakar vinni sín verk rétt, á réttum tíma og að allir reikningar séu réttir.
Við reynum að telja algengustu þjónusturnar sem við framkvæmum. Ef þú ert með þjónustu í huga sem þú sérð ekki á heimasíðunni, ekki hika við að senda okkur vefpóst á hja-ingvarsson@simnet.is eða hringja í síma 895-9066.