Viðhaldsráðgjöf sérhæfir sig í viðhaldi fasteigna.
Að baki Viðhaldsráðgjöf stendur Hjálmar Ingvarsson, byggingafræðingur og löggiltur mannvirkjahönnuður. Hjálmar hefur starfað á sviði byggingamála frá 1988, fyrst sem húsasmiður, en frá árinu 2001 hefur hann starfað sem byggingafræðingur og hefur á þessum tíma tekið að sér fjöldan allan af verkum tengdum verkefnastjórn, byggingastjórn fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem og umsjón og eftirlit með verkefnum fyrir sveitarfélög, verktaka, húsfélög og einstaklinga.
Hjálmar hefur starfað sjálfstætt við ótal verkefni tengt gæðastjórnun, verkefnisstjórnun og hönnunarstjórnun. Sem verkefnastjóri hjá SS Verktökum og byggði fyrir þá m.a. SÁÁ húsið, VON, Ellingsen húsið við Fiskislóð, Klettagarða 25, íþróttahús við Vallarkór, tók þátt í byggingu stúndentagarða Fossvogi og sundlaugarinnar á Hofsósi.
Viðhaldsráðgjöf hefur unnið að viðhaldi fasteigna um árabil og meðal verka þar eru: Engihjalli, Boðagrandi, Fornhagi, Reiðvað,Háaleitisbraut svo dæmi séu tekin. Ennfremur fjöldi smærri verka. Við höfum einnig starfað sem eftirlitsmenn á nýframkvæmdum.
Við erum ekki að leita af starfskrafti eins og er. Þér er velkomið að senda okkur umsókn þína ef þú uppfyllir ákveðin skilyrði: